Gönguferð í Hnífsdal 12 júní 2007

  
Myndirnar hér að ofna eru teknar þegar ég er rétt hálfnaður á leið minni upp í Bakkahvilft. Útsýnið frábært og Hnífsdalurinn að skarta sínu fegursta. Á myndinni lengra til vinstri má sjá þoku læðast inn Djúpið hún náði þó aldrei landi og veðrið var frábært allan daginn. 
bakka og miðhvilft 010 
 Hér er Bakkahvlift sem  er ein af ,,skálunum'' fimm sem umlykja dalinn, hinar eru Miðhvilft, Fremstahvilft, Grjóthvilft og Lamabaskál. Ég heimsótti aðeins Bakkahvilft og Miðhvilft í þessum stutta göngutúr. Bakkahvilftin er afskaplega fögur eins og  útsýnið frá henni.
Þegar gengið er á milli Bakkahvilftar og Miðhvilftar er þetta fallega fell sem skilur á milli og er það nefnt Þórólfsgnúpur. Líklega eftir landnámsmanninum Þórólfi bræki en mér finnst ég eiga eitthvað í því.
bakka og miðhvilft 028
Þarna er ég kominn innarlega í Miðhvilft og er hálfnakinn. Það var köld gola af norðri meðfram ströndum en hvilftarnar veittu gott skjól og sauð í þeim eins og potti. Ég setti m.a. snjókúlu á hausinn á mér til að koma ég veg fyrir að ég fengi sólsting og hitasjokk.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kúl 

það finnast engar hvilftar í Danmörku, því miður.

Kiddi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband