Göngutúr í Hnífsdal 27 júní.

Sumarfrí 07 114Hnífsdalsá sker dalinn í tvennt. Á vorin og sumrin veiðast bleikjur í ánni og um haust ef heppni er með er hægt að komast í tæri við væna sjóbirtinga.

Ég veiddi mikið í ánni frá 5-6 ára aldri og fram yfir grunnskólaaldur. Oft veiddi ég mikið og illa, gráðugur gutti. Í dag fer ég einn til tvo göngutúra á ári meðfram ánni og drep aldrei meira en 2-3 bleikjur.

 Flugustöngin var ekki með þennan daginn vegna þess að lítið er af silungi snemma sumars og þessi túr ætlaður til heilsubótar fyrir sál og líkama.

Ég skokkaði greitt inn dalinn, eftir malarveginum og upp brekku að gamla vatnsbólinu . Þar þurfti ég að ná andanum og hélt síðan á hægu trimmi eftir lokuðum torfærum slóða að nýja vatnsbólinu (sjá mynd).Dalurinn 007  Vatnsbólin eru í dag ekki brúkuð sem slík, nú er drukkið afbragðs vatn sem spýtist úr Vestfjarðagöngunum. Gamla vatnsbólið er aftur á móti nýtt sem miðlunarlón fyrir virkjun sem landeigendur hafa reist til að framleiða rafmagn fyrir sumarhöll sína sem stendur tignarleg á fallegum stað.

 Lokamarkið var við fossa sem setja fallegan svip á dalinn. Þar prílaði ég, lagði mig og tók myndir. Dalurinn 010Leiðin heim tók lengri tíma en lítið þrek var til að skokka greitt. Kenni ég um sætabrauðsáti, frjókornum og hættulega heitri sól og golu.

Dalurinn 015

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband