Mafía, svindl og svínarí ? Eða hvað?

Koldun og frúDmitry Koldun syngur ,,Work your magic", ágætis popplag með grípandi upphafsstefi. Eiríkur Hauksson getur ekki verið ósáttur að láta í minni pokann fyrir hvítu tönnunum frá Hvíta Rússlandi, einfaldlega meira popp.

 Ef Koldun ætlar að vinna keppnina þarf hann enda lagið betur en hann gerði í gær. Það er erfitt að brosa mikið og syngja í senn, þá er hætt við því að vöðvar stífni, sérstaklega í andliti. En galdurinn er í gómnum hjá Dmitry og því verður hann að vera vel hvíldur og nærður, til að halda brosinu og lokatóninum. Topp 8.

  

250px-Karolina_Zoshto_sonot_ima_kraj

Karólína frá Makedóníu er líkleg til þess að vinna  því lagið hennar Mojot Svet,eða ,, meiri sviti" er æðislega sexí, grípandi og flott. Hún þarf ekkert að gera nema mæta á sviðið mátulega klædd og syngja eins og hún er vön.

 Ég hefði ekki viljað skipta góðu graðhestarokki Eiríks og félaga fyrir framlag Makedóníu, meiri sviti Karólínu er betur þeginn. 1-3 sæti.

Það er aðeins búlgarska framlagið sem mér finnst slakara en það íslenska og hefði því mátt víkja fyrir þeim rauða. E-pillu trommu trans-dansinn var ekki að virka á sviðinu. Tyrkneska lagið er líka leiðinlegt, enginn alvöru krókur og hljómar dónalega.

 


mbl.is Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Doddi,

Hver hefur sinn smekk og mælistiku fyrir því sem hann upplifir.  Þar sem almenningur í Evrópulöndunum greiðir lögunum atkvæði getur hann gefið stig fyrir hvað sem honum sýnist.  Lagið skiptir oft á tíðum engu máli þegar atkvæði er greitt.  Menn greiða atkvæði fyrir flottasta sjóið, skæslegustu lærin, mesta grínið svo nokkur dæmi séu tekin.  Mest er þó um að menn greiði einhverri nágrannaþjóðinni atkvæði og þeir sem ekki búa í eigin landi greiða yfirleitt eigið þjóð atkvæði sitt, en margir Austurevrópubúar hafa flust búferlum til Vestur-Evrópu í leit að betra lífi.  Sem dæmi um þetta er Þýskaland, en þar fara 12 stigin til Tyrklands.  Sjáðu bara hvort það verður ekki raunin í kvöld.

Persónulega fannst mér framlag Serbíu það besta í forkeppninni, metið út frá lagi, útsetningu og flutningi, enda greiddi ég þeim atkvæði mitt.

Þar sem ég er búinn að heyra öll lögin sem verða í aðalkeppninni finnst mér framlag Þýskalands best.  (ræður tónlistasmekkur þar töluverðu um)  Ég hef heyrt og séð tvær útgáfur af því.  Önnur er stúdíóútgáfa en hin live og á þeim er töluverður gæðamunur.  Síðan er spurning hvernig það kemur út á sviðinu í kvöld.  Ég á þó ekki von á að það vinni keppnina.

Helgi Viðar Hilmarsson, 12.5.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég ætla að leyfa mér að spá Rússum sigri í kvöld.

Helgi Viðar Hilmarsson, 12.5.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Þórólfur Sveinn Sveinsson

Þess má geta að ég spáði Serbíu sigri í spádómsleik sem kollegar mínir héldu og lagði góða rauðvín undir. Þegar þetta er skrifað er ljóst að hún verður áfram í skápnum heima.

Ég vildi samt að Karólína hefði fengið betri kosningu

Þórólfur Sveinn Sveinsson, 12.5.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Til hamingju með að hafa haldið rauðvíninu.  Ég er ánægður með sigur Serbíu í keppninni.  Sætin þar á eftir staðfesta það sem ég sagði hér að ofan.  Í öðru sæti var Úkraína með skemmtiatriði og þeir sem náðu bestum árangri utan Austur-Evrópu voru Finnar í því sautjánda.  Þýska lagið kom ekki nógu vel út á sviði og það sama má segja um það Rússneska.  Árangur Úkraínu og Búlgaríu finnst mér óverðskuldaður.

Helgi Viðar Hilmarsson, 13.5.2007 kl. 10:41

5 identicon

Til hamingju með afmælið Doddi. Því miður kemst ég ekki í afmælið, en treysti því að þú geymir eina sneið af kökunni fyrir mig.

 með kveðju

Kiddi (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband